200

Álfhólsskóli - Fréttir og tilkynningar

Kaffiboð hjá 8. bekkingum í Digranesi

Kaffiboð var haldið af 8.bekkingum í Digranesi.  Boðið var uppá ýmsar kökur, heitar rúllur, ís og fleira góðgæti.  Nemendurnir voru að æfa sig í að halda boð eða veislu og undirbúa sína fermingu.  Nokkrum velvöldum var boðið af starfsfólki skólans og nutum við virkilega listisemdanna hjá krökkunum.  Hafdís heimilisfræðikennari var mjög sæl og ánægð með nemendur sína enda frábær

05-12-2017
Nánar
Pegasus í desember

Hér er desemberdagskrá Pegasus. Kveðja frá starfsfólki Pegasus.

04-12-2017
Nánar
Dagur íslenskrar tungu 2017

Dagur íslenskrar tungu var haldinn hátíðlegur í Álfhólsskóla .  Dagurinn er fæðingardagur Jónasar Hallgrímssonar.  Haustið 1995 lagði menntamálaráðherra til að einn dagur ár hvert yrði tileinkaður íslensku og átak gert í varðveislu hennar. Fæðingardagur Jónasar Hallgrímssonar var valinn til minningar um framlag hans til íslenskunnar.  Dagurinn

15-11-2017
Nánar
Gengið gegn einelti í Álfhólsskóla 2017

Í dag miðvikudaginn 8. nóvember var gengið gegn einelti í Álfhólsskóla. Nemendur hittu vinabekki sína og áttu skemmtilega stund saman. Síðan voru leikskólabörn í hverfinu sótt á leikskólana og öll hersingin gekk svo saman í íþróttahúsið í Digranesi þar sem fram fór skemmtileg dagskrá í tilefni dagsins.  Hér eru myndir frá hátíðinni okkar.

08-11-2017
Nánar
Dagskrá Pegasus í nóvember

Hér er dagskrá Pegasus í nóvember Einnig er auglýsing fyrir ballið sem er á morgun (föstudag) sameiginlegt ball allra félagsmiðstöðva í Kópavogi (í Kópavogsskóla) Bestu kveðjur, Snorri Páll

02-11-2017
Nánar