Heilsueflandi skóli

Haustið 2013 var ákveðið að skrá Álfhólsskóla til þátttöku í verkefninu Heilsueflandi grunnskóli sem stýrt er af Embætti Landlæknis. Verkefnið er sniðið að grunnþættinum heilbrigði og velferð og því rökrétt að innleiða verkefnið inn í starfsemi skólans samhliða innleiðingu á nýrri námskrá.
Á vegum Embættis Landlæknis hafa verið útbúin ýmiss gögn fyrir skólana ásamt ítarlegum gátlista yfir þá þætti sem falla undir verkefnið. Haustið 2013 var stofnað vinnuteymi til að stýra innleiðingunni. Ingibjörg Guðmundasdóttir verkefnastjóri verkefnisins hjá Embætti Landlæknis heimsótti skólann og kynnti verkefnið fyrir öllum starfsmönnum og fundaði með vinnuteymi skólans.

Þar sem hér er um að ræða umfangsmikið verkefni, og mörg önnur verkefni í gangi innan skólans,  var strax tekin sú ákvörðun að fara hægt af stað í innleiðingunni.
Verkefnið greinist í 8 undirþætti sem eru: Nemendur, nærsamfélag, mataræði og tannheilsa, hreyfing og öryggi, lífsleikni, geðrækt, heimili, starfsfólk. Ítarlegir gátlistar eru fyrir hvern þátt.
Í vinnu teymisins undanfarin skólaár hefur verið lögð áhersla á að kortleggja stöðuna innan skólans út frá gátlistum og vinna með einstaka afmarkaða þætti.

Gátlistar og gagnagrunnur verkefnisins var uppfærður vorið 2017  og 2018 hjá Embætti landlæknis.

Áætlun og áhersluatriði fyrir skólaárið 2019 – 2020 eru í vinnslu.

Á vef Embættis landlæknis er að finna ítarlegar upplýsingar um verkefnið Heilsueflandi grunnskóli
og mikið safn af upplýsingum varðandi heilsu og velferð.
Foreldrar og nemendur eru eindregið hvattir til að kynna sér þetta efni.