Móttökuáætlun

Handbók um móttöku nemenda með annað móðurmál en íslensku í leik- og grunnskólum Kópavogs má lesa hér.

Fyrir nemendur með annað móðurmál en íslensku

Þegar foreldrar af erlendum uppruna sækja um skólavist fyrir barn sitt í Álfhólsskóla er viðkomandi boðaður í viðtal  til deildarstjóra og/eða kennara viðkomandi árgangs sem gerir skólastjóra grein fyrir ósk foreldra.

Innritun

Ákveðinn er tími fyrir fyrsta móttökuviðtal. Fyrsti fundur fer fram með foreldrum eða forráðamönnum og nemanda ásamt túlki. Móttakan fer eftir því hvort nemandinn  er að fara í yngri deildina eða eldri deildina,  hverjir eru kallaðir  í viðtal í teyminu.

Undirbúningur  viðtals

Skólastjórnendur velja umsjónarbekk fyrir nemandann.  Umsjónarkennara tilkynnt um væntanlegan nemanda hvaðan hann er og hvenær móttökuviðtalið fer fram.   Umsjónarkennarinn undirbýr bekkinn fyrir komu nýs nemanda. Deildarstjóri tilkynnir jafnfram öðrum kennurum um koma nemandans í skólann og í hvaða bekk hann fer. Einnig er farið yfir stöðu nemandans út frá menningarlegum forsendum hans.  Tekið er saman fyrir viðtal skólareglur, stundaskrá bekkjar, almennar upplýsingar um skólann, upplýsingar um Frístund fyrir 1. – 4.bekk, upplýsingar um félagsstarf skólans, upplýsingar um mötuneyti og nestismál ásamt upplýsingum um hvernig innritun í mötuneyti og Frístund fer fram.

Móttökuviðtal

Móttökuviðtalið sitja foreldrar/forráðmenn, nemandi, umsjónarkennari (þar sem það á við), fulltrúi ÍSAT kennara, túlkur og deildarstjóri stigs. Ávallt skal kalla til túlk fyrir móttökuviðtal, einnig þótt annað foreldra sé íslenskt (sjá hverjir mæta í viðtalið, ferilblað um móttöku nemenda af erlendum uppruna). Hér er mikilvægt að skyldmenni eða vinir sitji ekki viðtalið.  Í viðtalinu fylla foreldrar út upplýsingar um nemandann með aðstoð túlks og önnur gögn varðandi skólavistina afhent.  Óskað er eftir bakgrunnsupplýsingum um nemandann ef mögulegt er.

Gerð er einstaklingsáætlun ef þarf, í samvinnu við kennara umsjónarkennara og annarra kennara nemandans þar sem kemur fram hvenær nemandinn er með bekknum og hvenær hann er í kennslu í íslensku sem annað mál.  Ákveðin er fundartími eftir fjórar/fimm vikur og er þá staða nemandans skoðuð með tilliti til líðan og hvernig áframhaldið er hugsað hvað varðar kennslutilhögun nemandans.

Fjölmenning í Kópavogi

Kópavogsbær hefur gefið út ýmislegt efni,verkefni og fróðleik um fjölmenningu í skólastarfi og íslensku sem annað mál hér.