Innritun í framhaldsskóla

Innritun nemenda í framhaldsskóla fer fram í tveimur skrefum. Fyrst fer fram forinnritun þar sem gert er ráð fyrir að allir nemendur velji sér framhaldsskóla. Venjulega er opnað á þessa forinnritun í kringum mánaðarmótin febrúar/mars. Forinnritun á starfsbrautir framhaldsskólanna fer þó að öllu jöfnu fram fyrr og er þá kynnt sérstaklega til þeirra nemenda (foreldra) sem þurfa slíkt úrræði.
Í byrjun maí og allt þar til nemendur hafa fengið prófskírteini að vori er aftur opnað á innritunina. Þá geta nemendur breytt umsókn sinni kjósi þeir það.

Menntamálastofnun hefur umsjón með innrituninni. Tímasetningar á innritun er kynnt nemendum og foreldrum sérstaklega þegar nær dregur innritun.  Grunnskólarnir fá senda veflykla og lykilorð fyrir sína nemendur sem umsjónarkennarar afhenda nemendum.

Það er mjög mikilvægt að nemendur kynni sér vel það námsframboð sem er í boði í hverjum framhaldsskóla sem og inntökuskilyrði á einstaka námsbrautir skólanna.

Á vormisseri halda framhaldsskólarnir kynningar fyrir nemendur 10.bekkjar sem mjög æskilegt er að nemendur nýti sér. Margir framhaldsskólanna bjóða nemendum einnig að heimsækja skólana sérstaklega.
Nemendum 9.bekkjar er einnig bent á að nýta sé opnar kynningar til að kynna sér inntökuskilyrði ofl. til að geta betur undirbúið sig í 10.bekk fyrir það nám sem heillar.

Námsráðgjafar Álfhólsskóla eru með sérstakar kynningar innan skólans fyrir nemendur 10. bekkjar og veita nemendum aðstoð og ráð í kringum innritunina.

Á hverju ári eru síðan gefin út ýmiss rit og bæklingar til kynningar á námsframboði. Hér á síðunni verða birtar upplýsingar sem nýtast nemendum varðandi innritunina.

Kynningarefni frá innrituninni vorið 2022 verður birt hér áður en innritun verður auglýst vorið 2022.