Skólakór Álfhólsskóla

Í Álfhólsskóla er starfandi skólakór fyrir nemendur í 2. – 4. bekk.

Skólakórinn kemur fram á jóla- og vortónleikum, við ýmis tilefni innan skólans, auk annarra tilfallandi verkefna. Í Skólakórnum er sungin tónlist af ýmsum toga en markmið starfsins er að efla söng nemenda, framkomu, tónlistarþekkingu, nótnalestur og raddbeitingu.

Æfingatímar eru eftirfarandi:
2.-4. bekkur: Mánudagar kl. 13:25 – 14:05 í Digranesi (tónmenntarstofu).

Allir eru velkomnir til þátttöku í Skólakór Álfhólsskóla og hlökkum við til að sjá sem flesta. Kórstýrur eru Elísabet (Lísa) Ólafsdóttir og Þorbjörg Roach Gunnarsdóttir.
Skráning nemenda í Skólakórinn fer fram í byrjun skólaárs hér.