Lærdómssamfélag; sjálfsmat, starfsþróun og umbætur

Í sjálfsmatsáætlun, Lærdómssamfélag: sjálfsmat, starfsþróun og umbætur, er greint frá því hvernig sjálfsmati verður háttað í Álfhólsskóla og hvaða starfsþróun og umbætur eru áætlaðar haustið 2022 til vors 2025. Tilgangur matsins er að leggja grunn að sívirku umbótasamstarfi í skólanum, greina þarfir hans fyrir breytingar og umbætur með hagsmuni nemenda að leiðarljósi. Markmiðið er að styrkja innviði starfsins, draga fram það sem vel er gert og benda á það sem betur má fara (Sigurlína Davíðsdóttir o.f., 2011, bls. 7).

Matsteymi setti haustið 2022 fram matsáætlun til ársins 2025. Matsþættir eru í samræmi við yfirmarkmið bæjarstjórnar Kópavogs sem unnin eru út frá heimsmarkmiðum sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun. Sjálfsmatsáætlun má lesa hér. Viðauka og fylgiskjöl má lesa hér.