Valgreinar og BÍP val

Frjálst val eftir áhugasviði og styrkleikum hvers og eins er hluti af námi allra nemenda í 8. – 10. bekk.

Allir nemendur 8. – 10. bekk velja valgrein eða valgreinar í frjálsu vali sem nemur tveimur klukkustundum á viku. Valgreinar eru kenndar á fimmtudögum kl. 13:20 – 15:30.

Valið fyrir haustönn fer fram í maí en val fyrir vorönn fer fram í desember.
Áður en að vali kemur fá allir nemendur rafrænan upplýsingabækling um það val sem er í boði en valið sjálft fer fram rafrænt.

Nemendur geta fengið nám eða íþróttaþjálfun utan skólans metið á móti frjálsu vali fyrir allt að tvær klukkustundir fari það nám eða þjálfun fram hjá viðurkenndum umsjónaraðila.
Hversu mikið fæst metið fer eftir umfangi þess náms eða þjálfunar sem fer fram utan skólans.
Lágmarkskrafan er að námið/þjálfunin sé a.m.k. 4 klst. á viku.
Nemandi sem óskar eftir slíku mati þarf að skila sérstöku eyðublaði með staðfestingu kennara/þjálfara og foreldris.
Ástundun nemanda í líkamsræktarstöð er ekki metin fyrir valgrein.

Þegar kemur að valin er mikilvægt að allir nemendur velji einnig varaval því nemendafjöldi í einstaka hópum getur verið takmarkaður og einnig geta hópar fallið niður þar sem ekki velja nógu margir til að unnt sé að halda úti kennslu. Miðað er við að nemandi velji aðalval, fyrsta varaval og annað varaval.

BÍP-val.
Einnig er ein klukkustund á viku í því sem er kalla BÍP-val en það er 8 vikna valkúrsar sem nemendur geta valið sér eftir áhugasviði. Kynning á og skráning í þetta val fer að jafnaði fram einni til tveimur vikum fyrir hvert valtímabil.
Fjöldatakmarkanir eru í alla valhópa þannig að nemendur eiga að velja þrjá áfanga hvert sinn. Að öllu jöfnu á að vera tryggt að nemandinn fái inni í einum af þessum þremur áföngum.

Auk ofangreinds vals hafa nemendur tölvert mikið val um verkefni  í BÍP-tímum (þematímar sem nemendur völdu að kalla bland í poka) sem eru alls 2 klukkustundir á viku á miðvikudögum.
Í BÍP er unnið með verkefni þvert á námsgreinar.