Læsisteymi

Læsisteymið er leiðandi í fjölbreyttum lestrarkennsluaðferðum og til ráðgjafar og stuðnings við kennara við undirbúning kennslu og framkvæmd íhlutunar. Teymið fundar ásamt ytri ráðgjafa, sérfræðingi í lestrarkennslu á hópfundi einu sinni til tvisvar í mánuði eftir þörfum. Lögð verður áhersla á að kennarar prófi sig áfram með fjölbreytta kennsluhætti og nýbreytni í lestrarkennslu, t.a.m. PALS, leshröðun og gagnvirkan lestur, og þeir fái fræðslu og leiðsögn um ólíkar lestrarkennsluaðferðir.


Skólaárið 2024 – 2025 eru í teyminu: 

Guðrún Ósk Traustadóttir, sérkennari
Sigrún Brynjólfsdóttir, aðstoðarskólastjóri
Sigríður Guðrún Guðjónsdóttir, kennari
Erla Björk Jónsdóttir, kennari
Arnar Páll Rúnarsson, kennari
Þórdís Edda Guðjónsdóttir, kennari
Þorsteinn Mar Gunnlaugsson, kennari
Þóra Kristín Hauksdóttir, sérkennari