Almennur hluti

Í almennum hluta skólanámskrár er fyrst og fremst fjallað um þá grunnþætti skólastarfsins og skipulag sem eru óháðir breytingum frá misseri til misseris eða ári til árs.
Í almenna hlutanum kemur fram heildarskipulag skólans varðandi grunnþætti menntunar og lykilhæfni sem síðan er útfært í námskrám einstakra bekkjardeilda og námslotum í Mentor.

Starfsáætlun skólans fyrir hvert ár skólaár sem gefin er út á haustin er grundvallarhluti skólanámskrár sem mikilvægt er að allir aðilar skólasamfélagsins kynni sér vel. Þar er að finna ítarlegar upplýsingar um opnunartíma, skóladagatal, nám, kennslu, sérfræðiþjónustu, skipulag skólans og skóladagsins, auk fjölmargra annarra upplýsinga sem snerta skólastarfið og útfærslu þess innan hvers skólaárs.

Hér í einstaka köflum í almenna hluta skólanámskrárinnar er stundum einnig vísað til nánari útfærslu í starfsáætlun.

Allar áætlanir skólans s.s. áfallaáætlun, eineltisáætlun, forvarnaráætlun, jafnréttis- og mannréttinaáætlun, móttökuáætlun, rýmingaráætlun, slys- og slysavarnir, viðbrögð við vá, örugga netnotkun,  grænfána og heilsueflandi grunnskóla eru birtar sérstaklega á heimasíðu og því ekki birtar hér í almenna hlutanum.