Í félagsmiðstöðinni Pegasus er boðið upp á uppbyggilegt frístundastarf fyrir unglinga í 8.-10.bekk.
Alla virka daga er opið í hádegishléi Pegasus(Álfhólsskóla-Hjalla).
Síðdegisopnanir eru frá mánudegi til fimmtudags frá kl 14:00-16:00.
Kvöldopnanir:
Mánudaga kl. 17:00-18:30 og 19:30-22:00
Miðvikudaga kl. 17:00-18:30 og 19:30-22:00
Annan hvern föstudag kl. 20:00-23:00
Á þessum tíma fer fram klúbbastarf, fræðslustarf og annað skipulagt starf.
Forstöðumaður Pegasus er Snorri Páll Þórðarson, netfang: snorrip@kopavogur.is
Viðverutími- og/eða símatími forstöðumanns
Mánudaga kl.12:00-22:30
Þriðjudaga kl. 10:00-14:00
Miðvikudaga kl. 12:00-22:30
Fimmtudaga kl. 10:00-16:00
Annan hvern föstudag kl. 13:00-23:30
Í Pegasus er boðið upp á fjölbreytt klúbbastarf og fræðslustarf í bland við annað skipulagt starf. Einnig eru stórir viðburðir innan Pegasus, dæmi um þá eru: Náttfatanótt, draugahús, jólaball, árshátíð og lokahátíð.
Hægt er að nálgast mánaðarlega dagskrá inni á vefsíðu félagsmiðstöðva í Kópavogi.