Almennar upplýsingar
Í Álfhólsskóla var starfrækt alþjóðaver frá haustinu 1999 sem þjónaði öllum grunnskólum Kópavogs. Breytingar voru gerðar á fyrirkomulagi um móttöku og kennslu nemenda með íslensku sem annað mál í skólum Kópavogs vorið 2016 og í kjölfarið hætti Álfhólsskóli að gegna hlutverki móttökuskóla fyrir þennan hóp af nemendum. Nú fara allir nemendur með erlendan bakgrunn í sína hverfisskóla.
ÍSAT kennarar skólans aðstoða kennara í skólanum með val á námsefni, kennsluaðferðum, móttöku nemenda o.fl.
Íslenska sem annað tungumál
Í grunnskólalögum segir að nemendur með annað móðurmál en íslensku eigi rétt á kennslu í íslensku sem öðru máli. Kennslan í íslensku sem öðru tungumáli er tímabundin kennsla sem nemendur fá ýmist um lengri eða skemmri tíma, allt eftir þörfum hvers og eins.
Móttökuáætun fyrir nemendur með annað móðurmál en íslensku er að finna hér.
Markmið skólans er að framfylgja lögum um grunnskóla þar sem segir að nemendur með annað móðurmál en íslensku eigi rétt á kennslu í íslensku sem annað tungumál.
Hér er að finna handbók um móttöku nemenda með annað móðurmál en íslensku í leik- og grunnskólum Kópavogs.