Skólanámskrá

Skólanámskrá Álfhólsskóla samanstendur af þremur megin hlutum, starfsáætlun skólans, almennum hluta og námskrám einstakra aldursstiga og bekkja. Í skólanámskránni er að finna nánari útfærslu skólans á ákvæðum aðalnámskrár. Hún tekur til nemenda og starfsfólks skólans og setur sameiginleg markmið náms og kennslu í skólanum.

Starfsáætlun skólans fyrir hvert skólaár er mikilvægur hluti skólanámskrár. Þar er að finna ýmsar grunnupplýsingar varðandi skólastarfið ásamt áherslur og útfærslur starfsins innan hvers skólaárs.

Almennur hluti skólanámskrár Álfhólsskóla kveður á um útfærslu skólans á markmiðum og fyrirkomulagi skólastarfsins á grundvelli aðalnámskrár fyrir grunnskóla.   Í almenna hlutanum er sett fram meginstefna skólans um kennslu og kennsluskipan ásamt þeim áherslum sem skólinn leggur  í skólastarfinu.
Í námskrám einstakra aldursstiga og bekkja er síðan sett fram nánari útfærsla skólans hvað varðar einstaka námssvið og námsgreinar og árganga. Kennarar útfæra síðan námskrána enn frekar í námslotum einstakra bekkja og hópa.

Skólanámskráinni er ætlað að vera lýsandi fyrir alla starfsemi skólans og er því ætlað að þjóna mörgum aðilum, starfsmönnum, nemendum, foreldrum og fræðsluyfirvöldum.
Auk þess að veita margháttaðar upplýsingar um skólann og skólastarfið þá er skólanámskráin upplýsing og viðmiðun fyrir foreldra svo þeir geti fylgst með starfsháttum skólans, árangri skólastarfs og velferð og líðan nemenda