Sálfræðiþjónusta

Berglind Sigríður Ásgeirsdóttir er sálfræðingur skólans.

Verksvið sálfræðings við grunnskóla Kópavogs
Hlutverk
Sálfræðingur sem starfar við grunnskóla Kópavogs er hluti af skólaþjónustu sveitarfélagsins og fulltrúi skólaþjónustunnar í nemendaverndarráði.

Skólaþjónusta  mótast af heildarsýn á aðstæður og hagsmuni nemenda óháð því hver veitir þjónustuna. Sálfræðingur vinnur í nánu samstarfi við nemendur, foreldra og fagfólk sem kemur að málefnum nemenda.

Hlutverk sálfræðinga í grunnskólum snýr að athugunum, ráðgjöf og viðtölum. Sálfræðingar koma einnig að forvarnar- og fræðslustarfi.

Stjórnun
Sálfræðingur starfar í viðkomandi skóla og vinnur undir daglegri verkstjórn skólastjóra og í samvinnu við starfsfólk skóla. Verkefnastjóri skólaþjónustu hefur umsjón með sálfræðiþjónustu í grunnskólum.

Starfsfyrirkomulag
Sálfræðingur situr fundi nemendaverndarráðs en hlutverk þess er að samræma störf þeirra sem sjá um málefni einstakra nemenda. Sálfræðingur situr í ráðinu sem fulltrúi skólaþjónustu  sveitarfélagsins. Sótt er um þjónustu sálfræðings með rafrænni beiðni sem foreldrar skrifa undir með rafrænni undirskrift. Nemendur í 9. og 10. bekk geta einnig óskað sjálfir eftir ráðgjafarviðtali án aðkomu foreldra.

Hægt er að óska eftir aðkomu sálfræðings þegar áhyggjur vakna af námsframvindu, hegðun eða líðan nemenda. Sálfræðingur leggur mat á stöðu nemandans og leggur fram tillögur um næstu skref í samvinnu við nemendur, foreldra og fagfólk. Íhlutun sálfræðings getur falist í greiningu, ráðgjöf, viðtölum og þverfaglegri teymisvinnu. Ef það er mat sálfræðings að nemandi þurfi víðtækara úrræði en skólinn veitir skal hann vísa á slík úrræði.

Sálfræðingur kemur einnig að almennri ráðgjöf og fræðslu fyrir nemendur, foreldra og fagfólk um málefni sem eru á hans sérsviði.

Sálfræðingar við grunnskóla Kópavogs funda reglulega með verkefnastjóra skólaþjónustu grunnskóladeildar.