Sálfræðiþjónusta

Berglind Sigríður Ásgeirsdóttir er sálfræðingur skólans. Hún sinnir nemendum ýmist að ósk skóla eða forráðamanna. Skólinn vísar nemendum aðeins til sálfræðings að gefnu skriflegu samþykki forráðamanna. Forráðamenn leita til umsjónarkennara hafi þeir í hyggju að leita þjónustu skólasálfræðings. Umsjónarkennari vísar erindinu til nemendaverndarráðs sem síðar vísar erindinu áfram til sálfræðings.

Þurfi nemandi sálfræðiaðstoð þarf að fylla út sérstakt eyðublað sem er aðgengilegt hjá ritara.