Lausnateymi

Lausnateymi byggir á hugmyndafræði PMTO. Teymið er stuðningur við kennara og er hlutverk þess að veita ráðgjöf vegna hegðunar-, samskipta- og/eða námserfiðleika nemenda. Teymið styður kennara með því að velta fyrir sér vandanum og koma með tillögur að lausn mála. Kennari velur svo úr tillögum þá lausn sem honum lýst best á að reyna. Teymið vinnur náið með ÖSE teymi skólans og nemendaverndarráði. Umsjónarkennari vísar þeim málum til nemendaverndarráðs sem ekki hefur tekist að leysa með aðstoð lausnateymis. Lausnateymi hefur fastan fundartíma aðra hverja viku, oftar ef þörf krefur. Í lausnarteymi sitja námsráðgjafi, stjórnandi og kennarar. Teymið skiptir með sér verkum og óskar eftir aðstoð sérfræðinga eftir þörfum, t.d. ráðgjafar frá menntasviði, kennsluráðgjafa, sálfræðing o.fl.

Markmið teymisins eru:

  • meta þarfir nemenda með hliðsjón af upplýsingum um þá
  • leita viðeigandi lausna
  • veita stuðning og ráðgjöf

Starfsmenn geta sent tilvísun til lausnateymis á sérstöku eyðublaði, sem er aðgengilegt hjá ritara og á sameign, ef þeir telja sig þurfa aðstoð og/eða handleiðslu. Sá sem leggur fram tilvísun er kallaður á fund ráðsins ásamt umsjónarkennara, sé hann ekki sá sem lagði fram tilvísun, og farið er í lausnaleit. Gerð er áætlun um næstu skref og lagðar fram hugmyndir af lausnum sem mögulegt væri að nota.

Í lausnateymi árið 2022-2023 eru:

  • Eygló Jósephsdóttir, deildarstjóri verkefna
  • Ingibjörg Jóhannesdóttir, deildarstjóri
  • Malla Rós Valgerðardóttir, náms- og starfsráðgjafi
  • Rakel Sif Níelsdóttir, náms- og starfsráðgjafi
  • Sigrún Erla Ólafsdóttir, deildarstjóri