Nemendafulltrúar ÖSE

Samkvæmt 10. gr. laga um grunnskóla skal nemendafélag starfa í grunnskólum sem á m.a. að vinna að félags-, hagsmuna- og velferðarmálum þeirra.

Nemendafulltrúar Öll sem eitt funda með kennara úr stýrihópnum einu sinni í mánuði á yngsta- og miðstigi og einu sinni í viku á unglingastigi. Fyrir áramót funda fulltrúar í 3. og 4.bekk en eftir áramót bætast fulltrúar 2.bekkjar í hópinn.

Á fundunum er fjallað er um málefni nemenda, samskipti og líðan, gildi mánaðarins o.fl. Fulltrúar hittast oftar ef þörf krefur og nota Bekkjarrými (e. Google Classroom).

Verkefni ÖSE fulltrúa eru m.a. að:

  • Vera drífandi leiðtogar sem líða ekki einelti eða óæskilega hegðun og þora að mótmæla því.
  • Sýna gott fordæmi og umgangast aðra nemendur og starfsfólk af virðingu og umburðarlyndi.
  • Vera tenging milli starfsfólks og nemenda.
  • Leita til kennara og/eða námsráðgjafa ef minnsti grunur um alvarlegan samskiptavanda, einelti eða vanlíðan annars nemanda vaknar.
  • Vinna með gildi mánaða og hjálpa umsjónarkennurum að gera eitthvað sniðugt sem tengist hverju gildi.
  • Fylgjast vel með á Google Classroom, þar fara fundarboð ÖSE og önnur samskipti fram.
  • Vera höfundar að góðum skólabrag, vinna markvisst að því að efla jákvæða skólamenningu og samskipti.

Brjóti fulltrúar skólareglur og/eða sýni með einhverjum hætti hegðun sem ekki telst til fyrirmyndar fá þeir munnlega áminningu. Séu þeir uppvísir af slíkri hegðun í annað sinn fá þeir skriflega áminningu og foreldrar fá sendan póst. Gerist þetta í þriðja sinn er fulltrúum vísað úr ráðinu. Sé fyrsta brot alvarlegt má víkja frá þessari reglu og vísa fulltrúanum umsvifalaust úr ráðinu. 

ÖSE-ráð 2022-2023 skipa:

Yngsta stig:

2.bekkur 3.bekkur 4.bekkur
Brimir Silja Ásbjörg Styrmir Flóki
Elva Björk Arnar Birta P.
Seifur Sölvi Klaudia Jón Óskar
Aðalbjörg Ynja Kristian Þór Katrín Anna
Elísabet Sara
Sigursteinn Atli

Miðstig:

5.bekkur 6.bekkur 7.bekkur
Kristján Sölvi Þórir Stefán Baldur
Harpa Mjöll Jakob Leó Fríða Rakel
Rebekka Karen Stefanía Rós Kári Rafnar
Neno Viktoria Emma Sóley Birta
Elvar Orri Maria Motoc Erna Karen
Ronela Ylfa Kristín Unnar Búi

ÖSE-ráð á unglingastigi starfar jafnframt sem nemendaráð skólans. Nemendaráðið hefur í starfsreglum sínum valið sér nafnið nemendastjórn Álfhólsskóla. Nemendastjórn er ráðgefandi í stjórnun skólans og tveir fulltrúar þess eru jafnframt í skólaráði. ÖSE-ráðið á unglingastigi hefur fund í hádeginu. Nemendafulltrúar fara því einu sinni í viku 5-10 mín fyrr í mat og taka hann með sér inn á fundinn.

Nemendastjórn til aðstoðar eru tveir kennarar, Anna Pála Gísladóttir og Ragnheiður Eggertsdóttir.

Starfsreglur nemendastjórnar Álfhólsskóla

  1. Félagið heitir nemendastjórn Álfhólsskóla, skammstafað N.Á.
  2. Stjórnin fundar einu sinni í viku en á í samskiptum þess á milli í gegnum bekkjarrými (e. Google classroom).
  3. Allir nemendur í 8.-10.bekk geta boðið sig fram í nemendastjórn. Þrír til fjórir nemendur í hverjum árgangi sitja í nemendastjórn hverju sinni.
  4. Ekki er heimilt að ræða mál einstakra nemenda á fundum stjórnarinnar.
  5. Brýnt er að fulltrúar nemenda í nemendastjórn séu til fyrirmyndar varðandi hegðun, framkomu og ástundun. Uppfylli nemendur ekki þessi skilyrði fá þeir áminningu og getur í kjölfarið verið vísað úr stjórninni.
  6. Fulltrúar nemendastjórnar geta tekið upp mál á fundum að eigin frumkvæði eða að frumkvæði annarra nemenda í skólanum.
  7. Fulltrúar sýna hver öðrum virðingu og hlusta ávallt á þau mál sem borin eru upp á fundum.
  8. Stjórnin kýs sér formann og fundarritara.
  9. Fundargerðir nemendastjórnar eru birtar á heimasíðu skólans, www.alfholsskoli.is  
  10. Tilgangur nemendastjórnar er að vera ráðgefandi í stjórnun skólans. Verkefni nemendaráðs er að fjalla um öll þau mál sem snúa að velferð og aðbúnaði nemenda skólans.
  11. Tveir fulltrúar nemendastjórnar sitja í skólaráði.
  12. Nemendastjórn berst fyrir rétti allra nemenda óháð vinsældum, stöðu, kyni eða aldri.
  13. Nemendastjórn setur sér framkvæmdaráætlun að hausti ár hvert sem birt er á heimasíðu skólans.  

ÖSE-ráð og nemendastjórn 2022-2023 skipa:

Unglingastig:

8.bekkur 9.bekkur 10.bekkur
Bergur Þór J Elísabeth Líf Þórunn Helga
Agla Björk Aðalheiður Kristín Ninja Katrín
Patt Ferrell Berger Hugrún Ragna Margrét Ólöf
Arna Kristín Embla Ísól Helga hafdal
Danijela Sara Tómas E
Auður Berta
Arnaldur
Styrmir