Á hverju ári er unnið markvisst að skólaþróun og umbótum í Álfhólsskóla. Árið 2011 var samþykkt ný aðalnámskrá fyrir grunnskólann og námsgreinasvið 2013. Undanfarin misseri hefur verið unnið markvisst að innleiðingu aðalnámskrár grunnskóla frá 2011. Öll hæfniviðmið hafa verið færð inn í Mentor. Kennsluáætlanir og námslotur eru settar upp fyrir allar námsgreinar í Mentor. Allt námsmat skólans er nú unnið samkvæmt hæfniviðmiðum og birtist nemendum og foreldrum í námslotum. Námskráin er lifandi plagg sem mun sífellt taka einhverjum breytingum. Hún er því fyrst og fremst í rafrænu formi á Mentor.
Innleiðing á spjaldtölvum í allt skólastarf samkvæmt stefnu Kópavogsbæjar sem hófst haustið 2016 er annað stórt þróunarverkefni sem unnið er að innan skólans. Að jafnaði eru einnig fjölmörg önnur þróunarverkefni, bæði smærri og stærri, í gangi innan skólans. Upplýsingar um þessi verkefni er hægt að nálgast hér fyrir neðan.
Skólinn sækir reglulega um styrki úr ýmsum sjóðum til þróunarstarfs innan skólans og til samstarfs við aðra skóla. Á undanförnum árum hefur skólinn reglulega fengið styrki úr sprotasjóði, endurmenntunarsjóði og lýðheilsusjóði til fjöbreyttra þróunarverkefna. Einnig hefur skólinn fengið styrki til verkefna innan Erasmus plus.
Þróunarverkefni skólaárið 2023 – 2024.
Teymisvinna, teymiskennsla og smiðjur
Smiðjur í list- og verkgreinum í 10.bekk