Skólaslit

Með hækkandi sól fer að líða að lokum hjá okkur í Álfhólsskóla. 

Í næstu viku eru vordagar hjá okkur og koma þá nemendur til með að fara í fjölbreytt vorverkefni og/eða vorferðir. 

Útskrift 10.bekkjar verður á sal skólans í Hjalla 3.júní næstkomandi kl. 15:00-17:00.

 

Skólaslit í 1.-9.bekk verða þann 5.júní. Yngsta stig (1.-4.bekkur) mætir kl. 08:30 í íþróttahúsið og eldra stig (5.-9.bekkur) kl. 09:30. 

Nemendur og fara svo í heimastofur með umsjónarkennurum eftir athöfnina. Foreldrar eru velkomnir á skólaslit og í heimastofur.

 

Posted in Fréttir.