Lokafundur hjá ÖSE fulltrúum á yngsta stigi

Lokafundur hjá ÖSE fulltrúum á yngsta stigi

Í tilefni dagsins var boðið upp á köku og allir fengu viðurkenningarskjal fyrir vel unnin störf á árinu.

ÖSE fulltrúar hafa fundað einu sinni í mánuði í allan vetur og unnið alls kyns verkefni. Í marsmánuði gerðu ÖSE fulltrúar könnun á því hvað nemendur á yngsta stigi vildu fá oftar í matinn og gekk sú vinna vel hjá þeim. ÖSE fulltrúar fóru á fund með Steinþóri kokki með niðurstöður og hefur hann verið duglegur að uppfylla óskir þeirra.

ÖSE fulltrúar geta verið virkilega stoltir af sjálfum sér.

Posted in Fréttir.