Reglur um spjaldtölvunotkun

Almennt gildir:

  1. Nemendur koma með spjaldtölvur lokaðar
    í byrjun tímans.
  2. Kennarar stjórna hvaða forrit eru notuð í tímum.
  3. Við höfum spjaldtölvuna lokaða á meðan við göngum.
  4. Engar spjaldtölvur í matsal.

Reglur um notkun spjaldtölva á hverju stigi eru í gildi í skólanum foreldrar eru ábyrgir fyrir notkun spjaldtölvanna heima. Foreldrar geta óskað eftir því að nemendur geymi spjaldtölvurnar alfarið í skólanum. Taka ber fram að samkvæmt skólareglum eru notkun annarra snjalltækja ekki heimil á skólatíma.

Reglur fyrir notkun á snjalltækjum á miðstigi:

  1. Kennari stýrir notkun snjalltækja í kennslustund, t.d. hvaða forrit eru notuð og hvenær.
  2. Nemendur eru ekki í snjalltækjum í frímínútum, matartíma eða við upphaf kennslustundar.
  3. Notkun samskiptamiðla er ekki leyfð á skólatíma.
  4. Nemendur setja ekki inn í tölvurnar (snjalltæki og/eða tölvur skólans) ólöglegan hugbúnað og/eða hugbúnað sem þeir hafa ekki aldur til að nota. Þeir breyta engum stillingum í tækjunum/tölvunum eða eyða skrám.

 

Viðurlög

Gerist nemandi brotlegur er rætt við nemandann og óskað eftir því að hann bregðist við með réttum hætti, þ.e. að fara eftir fyrirmælum kennara. Þau eru t.d. að loka samskiptamiðli, eyða ólöglegum eða óleyfilegum hugbúnaði, hætta í virkni eða leggja tækið/tölvuna frá sér.

Haldi nemendinn áfram hegðun sinni þá ræðir kennari aftur við nemanda, en þá að lokinni kennslustund.  Þar gefst nemanda tækifæri til að bregðast við með ábyrgum hætti og taka ábyrgð á hegðun sinni.

Hætti nemandinn ekki og hegðunin heldur áfram þá hefur kennari samband við foreldra og gerir þeim grein fyrir stöðu mála, málinu er vísað til stjórnenda.

Haldi hegðunin áfram þá eru foreldrar boðaðir á fund með nemandanum þar sem farið er yfir málið og nemenda gert að bregðast við með viðeigandi hætti.

Haldi hegðunin áfram þrátt fyrir samtal og afskipti foreldra þá er málinu vísað til nemendaverndarráðs.

Brjóti nemendur hins vegar reglu númer fjögur má búast við að spjaldtölvan verði innkölluð af tölvudeild Kópavogs og óleyfilegum hugbúnaði eða stillingum eytt.