Heilsudagar Álfhólsskóla

Heilsudagar fóru fram hér í Álfhólsskóla 24. og 25. apríl.  Dagskráin var afar fjölbreytt að vanda og tóku nemendur og starfsfólk þátt í fjölbreyttum heilsutengdum verkefnum.

Yngsta stigið fór m.a. í heimsókn upp í Gerplu og í gönguferð en einnig var boðið upp á ýmsar hreyfi og/eða heilsutengdar stöðvar víðsvegar um skólabygginguna sem nemendur skiptust á að fara í. Miðstigið fór m.a. í tennishöllina, Sporthúsið, skautahöllina, tók þátt í Álfhólsleikunum í íþróttahúsinu, fékk fræðslu frá SAFT ásamt því að vera í útileikjum.
Unglingastigið fékk fræðslu um skyndihjálp og næringarfræði. Fjölbreyttar stöðvar voru í boði tengt hreyfingu og heilsu í skólanum sjálfum en einnig fór nemendur í íþróttahúsið í skólahreysti og pílu.

Dagarnir tókust afar vel og eiga nemendur og starfsfólk þakkir skyldar fyrir virkni og jákvæðni. Sérstakar þakkir færum við þeim sem tóku á móti okkur og/eða heimsóttu  í skólann með fræðslu hvers konar.

Posted in Fréttir.