Barnaþing Kópavogsbæjar 2024

Barnaþing Kópavogsbæjar 2024 var haldið miðvikudaginn 20.mars og fóru fjórir frábærir fulltrúar á þingið frá Álfhólsskóla ásamt náms- og starfsráðgjafa unglingastigs og forstöðumanni Pegasus, en það voru þau Dagur, Frosti, Jóel og Maria. Á þinginu voru ræddar 7 tillögur frá öllum skólum bæjarins, þ.m.t. báðar tillögur okkar skóla. Tillögur okkar voru mótaðar eftir vel heppnaða skólamenningar fundi í öllum árgöngum skólans. Hér má sjá tillögurnar okkar:

  1. Aðgengi fyrir alla! Allir nemendur, starfsmenn og aðrir gestir skólans fái jafnt tækifæri til aðgengis og umgengni um skólann, t.d. með því að merkja stofur og annað í skólaumhverfinu með blindraletri og tryggja að öll hurðarop séu nægilega stór fyrir hjólastóla.
  2. Aukin áhersla á verklegt nám. Minni áhersla á að nemendur læri og vinni í bókum og fleiri tækifæri til að fara í vettvangsferðir, vinna verkleg verkefni, tilraunir og skapandi verkefni sem tengja viðfangsefnið við raunveruleikann.  

Góðar umræður sköpuðust um allar tillögurnar, rökstuðningur færður fyrir mikilvægi þeirra og fundnar leiðir til umbóta. Unnið verður úr niðurstöðum áður en þær verða svo kynntar fyrir bæjarstjórn, sem mun svo vinna þær áfram. Nemendur okkar voru til fyrirmyndar og skólanum til mikils sóma.


Á myndinni eru (frá vinstri): Maria Motoc (7.bekkur), Dagur Ingason (10.bekkur), Frosti Hrafn Sigurjónsson (10.bekkur) og Jóel Hrafn Gunnarsson (7.bekkur).

Posted in Fréttir.