Nýjustu fréttir

Fréttabréf

Heilsurækin hefst að nýju miðvikudaginn 5. janúar 2011. Verð aðeins 10.000 kr. fyrir vorönnina, janúar – maí. Skráning á staðnum. Nánari upplýsingar undir Heilsurækt   Fyrsta fréttabréf foreldrafélagsins er komið út. Smellið á tengilinn.

Lesa meira
Helgileikur 6.bekkja

Jólaskemmtanir í Álfhólsskóla

Á yngsta stigi var dansað í kringum jólatré og tveir jólasveinar heimsóttu nemendur. Þá komu nemendur í 6. bekk í heimsókn og léku tvö leikrit. Annað var um gömlu jólasveinana en hitt var helgileikur. Kórarnir sungu og allir komust í hátíðarskap. […]

Lesa meira
Þorgrímur Þráinsson áritar bók sína

Rithöfundur í heimsókn

Þorgrímur Þráinsson rithöfundur kom í Álfhólsskóla til að lesa upp úr nýútkominni bók sinni „Ertu guð, afi? Þessi bók hlaut íslensku barnabókaverðlaunin 2010. Góður upplestur og hlustuðu krakkarnir einbeitt á lestur Þorgríms.  Þökkum við honum kærlega fyrir.  Hér eru nokkrar myndir frá […]

Lesa meira

Jólaskákmótið kennarar- nemendur

Kennarar og nemendur öttu kappi saman í skák.  Við kennarar ásamt tveimur nemendum úr 10. bekk náðum einum vinningi á móti hinum sem nemendur unnu.  Drengileg keppni en þó þurfa kennarar að fá meiri æfingu til að betri árangur eigi að nást […]

Lesa meira
Jolapiparkokur

Jólakaffihús

11.-15. desember voru nemendur á yngra stigi með kaffihús í matsalnum. Þá mætti einn árgangur á dag í skreyttann salinn og nemendur fengu piparkökur og heitt súkkulaði. Piparkökurnar bökuðu þau sjálf í heimilisfræði vikurnar á undan. Gyða deildarstjóri yngsta stigs brá […]

Lesa meira
Skákmenn að tafli

Jólaskákmót Álfhólsskóla

Jólaskákmót Álfhólsskóla fór fram þriðjudaginn 14. desember. Tefldar voru sex umferðir með tíu mínútna umhugsunartíma, og að þeim loknum urðu þessi í verðlaunasætum:Drengir:Gull: Dawid, Silfur: Róbert Leó, Brons: Pétur OlgeirStúlkur: Gull: Sonja María, Silfur: Tara Sóley, Brons: Karen Ýr

Lesa meira