landnam1

Landnámið í fjórða sinn

landnam1Kæru aðstandendur nemenda í fimmta bekk.
Föstudaginn 18. febrúar ætlum við að bjóða ykkur í heimsókn í fjórða sinn í vetur. Sem fyrr er þetta samvinna list- og verkgreinanna sem ætla að hafa opið hús frá klukkan 9:50.  Leiksýningin hefst klukkan 10:30 en þá munu leiklistar- og tónlistarhópar sýna frumsaminn þátt sem tengist landnáminu. Búningarnir eru unnir í textílmennt, hluti leikmyndar er unnin í smíðum og myndmennt ásamt því að lummur verða á boðstólum í heimilisfræði. Sýningin sjálf tekur um það bil hálftíma.

Við hlökkum til að sjá ykkur á föstudaginn.
List- og verkgreinakennarar.

Posted in Eldri fréttir.