Nýjustu fréttir
Gleðileg jól
Jólafrí nemenda hefst á hádegi þriðjudaginn 20. desember. Kennsla hefst aftur samkvæmt stundaskrám þriðjudaginn 3. janúar. Starfsfólk Álfhólsskóla óskar nemendum, foreldrum og öðrum samstarfsaðilum skólans gleðilegra jóla og farsæls komandi árs.
Jólahlaðborð Álfhólsskóla
Mikil hátíðarstund var í Álfhólsskóla þegar nemendum og starfsfólki var boðið í jólamat dagana 14. og 15.desember. Starfsfólk eldhúsana í Digranesi og Hjalla töfruðu fram fjölbreyttan og einstæðan jólamat. Nemendur og starfsfólk áttu yndislega stund saman.
Kærleikskaffihús Álfhólsskóla
Dagana 6. – 9. desember er Kærleikskaffihús hjá okkur í Álfhólsskóla á sal skólans í Hjalla. Á kærleikskaffihúsi hittast vinabekkirnir/árgangar, borða saman vöfflur með sultu og rjóma og drekka heitt súkkulaði við kertaljós. Jólatónlist ómar um salinn, vöfflulykt í loftinu og […]
Desemberfjör FFÁ 3.desember
Árlegt Desemberfjör Foreldrafélags Álfhólsskóla verður haldið laugardaginn 3. desember kl. 11 – 14 í Hjalla. Við ætlum að hafa notalega fjölskyldustund með skemmtilegri jólastemningu í byrjun aðventu. Allir velkomnir, foreldrar, systkini, ömmur og afar, frænkur og frændur, vinir, og já bara […]
Dagur vináttunnar
Dagur vináttunnar var haldinn hátíðlegur í Álfhólsskóla í dag, 8.nóvember. Í morgun hittust vinabekkir eldri og yngri nemenda þar sem þeir ýmist fóru í leiki eða spiluðu. Í kjölfarið fóru nemendur og sóttu elstu leikskólabörnin í nærumhverfinu. Saman gengum við svo […]
Skólar og frístundir
Fjórir grunnskólar, frístundir og félagsmiðstöðvar undirrituðu í dag samning við UNICEF um innleiðingu réttindaskóla, réttindafrístund og réttindafélagsmiðstöð. Á myndinni má sjá fulltrúa frá Álfhólsskóla, Kópavogsskóla, Lindaskóla og Smáraskóla sem munu allir hefja innleiðingu á næstunni. Til hamingju.