Vináttudagurinn 8.nóvember

Vináttudagurinn í Álfhólsskóla var haldinn miðvikudaginn 8.nóvember en dagurinn er einnig baráttudagur gegn einelti.
Dagskráin hófst með því að vinabekkir hittust, spjölluðu, gerðu vinabönd saman í heimastofum ýmist í Digranesi eða Hjalla.

Dagskráin færðist svo yfir í  íþróttahúsið þar sem leikskólabörnum var einnig boðið með. Nemendur voru með dansatriði og bæði leik- og grunnskólanemendur sungu nokkur lög saman. Leynigesturinn Lalli töframaður kom svo og sýndi nokkur vel valin töfrabrögð.
Næst var farið í það að mynda stóran vináttuhring hringinn í kring um Digranes. Að endingu fóru nemendur í sínar heimastofur og útbjuggu veifur með fallegum orðum á og unnu svo í UNICEF litabókinni.
Markmið dagsins hélt og samstaðan gegn einelti í Álfhólsskóla hélt eins og endranær.

Posted in Fréttir.