Dagur íslenskrar tungu

Fimmtudagurinn 16.nóvember var dagur íslenskrar tungu. Álfhólsskóli hélt daginn hátíðlegan að vanda. Stóra upplestrarkeppnin var sett en líkt og venjulega tekur 7.bekkur þátt í keppninni. Tveir nemendur sem hafa áður tekið þátt lásu upp en markmið keppninnar er að vekja athygli og áhuga í skólum á vönduðum upplestri og framburði.

Í tilefni dagsins völdu allir nemendur í 2.bekk eitt orð sem þeim fannst fallegt. Þegar allir höfðu skrifað sitt orð þá var kosið um fallegasta orðið (sjá mynd)

  1. Mamma
  2. Vinur
  3. Elska
Posted in Fréttir.