Desemberfjör FFÁ 3.desember

Árlegt Desemberfjör Foreldrafélags Álfhólsskóla verður haldið laugardaginn 3. desember kl. 11 – 14 í Hjalla.

Við ætlum að hafa notalega fjölskyldustund með skemmtilegri jólastemningu í byrjun aðventu.  Allir velkomnir, foreldrar, systkini, ömmur og afar, frænkur og frændur, vinir, og já bara allir velkomnir.

  • LAUFABRAUÐ:  Að vanda verður hægt að kaupa laufabrauð til að skera út og láta steikja.  Athugið að koma með skurðarbretti og laufabrauðsjárn/hnífa til að skera út.  Einnig ílát undir laufabrauðið þegar búið er að steikja.
  • SKREYTA PIPARKÖKUR:  Á staðnum verða piparkökur á góðu verði til að skreyta með glassúr, nú eða bara borða.
  • KERAMIK MÁLUN:  Í boði verða einnig jólastyttur gegn vægi gjaldi til að mála.  Málning og penslar verða á staðnum til afnota.  Þeir sem vilja er velkomið að koma með eigin pensla.
  • KAFFIHÚS:  Síðast en ekki síst verða 9. bekkingar með kaffihús á staðnum, þar sem hægt verður að kaupa kaffi, vöfflur með rjóma, heitt kakó og annað góðgæti.  Allur ágóði rennur í ferðasjóð 9. bekkinga.

Skólahljómsveit Kópavogs heimsækir okkur kl. 12 og sér til þess að allir komist í jólaskap.
_______________________

Álfhólsskóli Parent Association is holding again the yearly December family crafting this coming Saturday December 3, 11-14 a clock.

We will have quality time with our families and friends, decorating traditional Christmas bread and painting ceramic, while listening to Christmas songs.  Everyone is welcome.

  • LAUFABRAUÐ (Traditional Icelandic Christmas bread):  We will be selling “laufabrauð” for cutting and frying.  Everyone need to take with them; cutting board, knives and a box for ready biscuits.
  • GINGER COOKIE DECORATION:  Ginger cookies will be for sale and we will provide the icing for decoration.
  • CERAMIC PAINTING:  Various ceramic pieces will be for sale.  Both paint and paint brushes will be available for use.
  • CAFE:  9TH grade students will be operating a café on venue and all revenue will go toward their travel fund.  Coffee, waffles with cream, hot cacao among other goodies will be available for sale.

Skólahljómsveit Kópavogs (Kopavogur School Brass Band) will perform at 12 noon.

Its possible to pay both with cards and cash.  See attached ad for more information

Hlökkum til að sjá sem flesta / Looking forward seeing you all.

Foreldrafélag Álfhólsskóla og nemendur í 9. bekk

Posted in Fréttir.