Kærleikskaffihús

Í síðustu viku var Kærleikskaffihús hjá okkur í Álfhólsskóla á sal skólans í Hjalla.

Á kærleikskaffihúsi hittast vinabekkirnir, borða saman vöfflur með sultu og rjóma og drekka heitt súkkulaði við kertaljós. Jólatónlist ómar um salinn, vöfflulykt í loftinu og dásamlegur jólaandi yfir öllu.

Vinabekkirnir voru svo ýmist að syngja jólalög, dansa eða lesa kærleikssögu fyrir hvorn annan. Þetta heppnaðist ákaflega vel að vanda og vakti mikla lukku meðal nemenda.

 

Posted in Fréttir.