Starfamessa Álfhólsskóla

Foreldrafélag Álfhólsskóla stóð fyrir starfamessu Álfhólsskóla í annað sinn föstudaginn 7.desember síðastliðinn. Með þessu móti tekur foreldrafélagið virkan þátt í að efla náms- og starfsfræðslu við skólann og búa unglingana undir næstu skref á þeirra náms- og starfsferli. Nemendur í 8.-10.bekk fengu tækifæri til að hitta foreldra og kynnast störfum þeirra. Mikil forvitni og ánægja hjá öllum.

Posted in Fréttir.