Jólamatur

Á föstudaginn síðasta var nemendum og starfsfólki boðið í sannkallaða jólaveislu í boði skólans.

Það var ýmislegt góðgæti á boðstólum og gátu allir fundið eitthvað við sitt hæfi, m.a. var boðið upp á hangikjöt og laufabrauð, purusteik, hamborgarahrygg, kalkún, grafinn lax, síld og rúgbrauð. Þessu gátu matargestir skolað niður með jólaöli eða vatni eftir því sem þá lysti.

Það ættu því allir að hafa farið saddir og sælir inn í helgina.

 

Posted in Fréttir.