Laugar í Sælingsdal

Vikuna 26-30. nóvember fóru nemendur í 9.bekk að Laugum í Sælingsdal þar sem starfræktar eru svokallaðar tómstundabúðir. Krakkarnir lærðu og upplifðu mikið þessa viku og er óhætt að segja að hópurinn hafi eflst á marga vegu. Ýmis verkefni voru lögð fyrir með áherslu á fræðslu, samvinnu, skapandi hugsun, útiveru og vettvangsferðir, hreyfingu og ratleiki, ræðumennsku, hópefli og síðast en ekki síst skemmtun.  Það var ekki annað að sjá en að allir hafi notið sín vel og að ferðin hafi skilað þeim árangri sem vonast var til, enda um frábært starf og enn frábærari hóp að ræða.

Posted in Fréttir.