Nemandi fékk verðlaun

Í vetur tóku nemendur í unglingadeild Álfhólsskóla, í fyrsta sinn, þátt í smásagnakeppni FEKÍ (Félags enskukennara á Íslandi).

Hver þátttökuskóli fékk að senda 3 smásögur og þemað var „dreams“.

Gaman er að segja frá því að Álfhólsskóli eignaðist þarna verðlaunahafa. Árni Þór Ingimundarson í 8. TKL var valinn einn þriggja nemenda úr 8. – 10. bekk sem hlutu 1. – 3. verðlaun. Ekki var hægt að gera upp á milli þriggja bestu sagnanna.

Forsetafrú okkar, Eliza Reid, tók á móti verðlaunahöfum, kennurum þeirra og aðstandendum á Bessastöðum þann 8. mars, þar sem verðlaunin voru afhent.  Nemendur fengu viðurkenningarskjal og bókaverðlaun ásamt eintaki af verðlaunasögunum.

Vonandi verður þessi góði árangur hvatning til annarra nemanda um áframhaldandi þátttöku í smásagnakeppninni næsta vetur.

Posted in Fréttir.