Um helgina sigraði skáksveit Álfhólsskóla á Íslandsmóti barnaskólasveita fyrir 4 – 7. bekk. Glæsilegur árangur hjá þessum efnilegu skákmönnum.
Þessi sigur þýðir að Álfhólsskóli hefur öðlast rétt til þátttöku á Norðurlandamóti barnaskólasveita sem verður í Finnlandi í september.
Sveit Álfhólsskóla skipuðu:
Robert Luu 7. MÓM
Ísak Orri Karlsson 7.MÓM
Rayan Sharifa 5.IRS
Alexander Már Bjarnþórsson 7.ERÞ
Gabríel Sær Bjarnþórsson 6.VRG
Þjálfari liðsins er Lenka Ptacníkova stórmeistari sem á undanförnum árum hefur náð einstökum árangri í skákkennslu í skólanum.
Skáksveitin og Lenka fengu viðurkenningu frá skólanum á sal í hádeginu í dag
Við óskum þeim öllum til hamingju með þennan glæsilega árangur.