Teiknimyndasamkeppni skólamjólkurdagsins

Helgi Bjarnason  4.SA  í Álfhólsskóla er einn þeirra 10 nemenda sem hlýtur viðurkenningu í teiknimyndasamkeppni skólamjólkurdagsins, en myndin hans var í hópi þeirra rúmlega 1.400 mynda sem bárust í keppnina. Helgi fékk afhent viðurkenningarskjal í skólanum í vikunni.

Eins mun bekkjarsjóður Helga, þ.e. 4. SA, hljóta 40.000 kr. verðlaunafé frá Mjólkursamsölunni sem bekkurinn getur nýtt í að gera sér glaðan dag saman og efla liðsheild í samráði og samvinnu við umsjónakennara sinn.

Við óskum Helga innilega til hamingju.

Posted in Fréttir.