Skólahreysti

Miðvikudaginn 21.mars keppti lið Álfhólsskóla í sínum undanriðli í skólahreysti.
Keppnin fór fram í TM höllinni í Garðabæ (Mýrinni) fyrir fullu húsi áhorfenda þar sem nemendur skólans fjölmenntu og hvöttu sitt lið.
Alls tóku þátt lið frá 12 skólum í Kópavogi, Garðabæ og Mosfellsbæ.
Lið Álfhólsskóla stóð sig mjög vel en lokaniðurstaðan var fjórða sæti að þessu sinni.
Keppendur skólans voru Pedro Miguel Alves Monteiro, Valgeir Valgeirsson, Elín Rósa Sæbjörnsdóttir öll úr 10.bekk og  Jasmín Aityoussef Bellamine úr 9.bekk.
Varamaður var Anna Krasniqi 9.bekk. Þálfari og liðsstjóri var Jón Magnússon íþróttakennari.
Keppendur og þjálfari eiga þakkir skildar fyrir góða framgöngu í keppninni fyrir hönd skólans.

Posted in Fréttir.