Í gær heimsóttum við Fablab smiðjuna í Reykjavík. Í Fab Lab smiðjum eru kennd undirstöðuatriði stafrænnar framleiðslutækni; frá þrívíddarhönnun, til framleiðslu hluta og forritunar með hjálp tölvustýrðra tækja og tóla. Kennarar, leiðbeinendur og nemendur eru þjálfaðir til að koma stafrænni framleiðslutækni enn betur inn í skólakerfið og skapa aukin tækifæri fyrir ungt fólk til að tileinka sér færni 21. aldarinnar. Við fengum að prófa vínilskera og nokkrir gátu klárað sína hugmynd ásamt því að skoða aðstöðuna og þá möguleika sem smiðjan býður uppá. Frábært tækifæri til að víkka út sjóndeildarhringinn í verklegri vinnu svo og kynnast örlítið aragrúa af þeim tækjum sem komin eru á markað sem styðja hönnun og upplýsingatækni. Hér eru myndir af heimsókninni okkar.