Friðildi 2017 til Álfhólsskóla

Friðrildi 2017

Hugleiðsludagur Grunnskólabarna

Þann 9. febrúar síðastliðinn hittist hópur af grunnskólabörnum í Reykjavík í Ráðhúsinu og hugleiddu saman. Öllum grunnskólabörnum á landinu var boðið að taka þátt í viðburðinum sem var sendur út á netinu og að sjálfsögðu voru margir nemendur við Álfhólsskóla sem tóku þátt.Markmiðið með viðburðinum var fyrst og fremst að vekja athygli á mikilvægi þess að hlúa að friðsæld og vellíðan barna og stuðla þannig að innri og ytri friði í heiminum. Börn sem læra snemma að róa hugann og finna sinn innri frið fá dýrmætt veganesti út í lífið.

Jógahjartað stóð fyrir viðburðinum en Jógahjartað er styrktarfélag sem vinnur að því að veita börnum og unglingum aðgang að jóga og hugleiðslu innan skólakerfisins. 

Posted in Fréttir.