Fjölgreindarleikar miðstigs

Fjölgreindarleikarnir voru haldnir í Álfhólsskóla á þriðjudag og miðvikudag í síðustu viku.  Ýmislegt var í boði s.s. stígvélakast, brennó, körfuhittni, badmintonþraut, snú snú, saumastöð, kvikmyndagetraun, undraandlit með nöglum, „dans dans dans“, fánar heimsins o.fl.  Allir voru virkir í vinnunni og nokkuð sáttir með afrakstur í þessum óhefðbundnu leikum.  Hér eru nokkrar myndir af vinnunni og von er á fleirum af þessum degi.
Posted in Fréttir.