Landnámshátíð Álfhólsskóla

Landnámshátíð var haldin 30.maí á Víghól. Hátíðin var hápunktur 5.bekkja í vinnu með landnám Íslands.  Dagurinn byrjaði með skrúðgöngu þar sem nemendur og kennarar gengu í sínu fegursta landnámsskarti s.s.  með skikkjur og skartgripi, sverð og skyldi.  Sverðadansinn var stiginn á skólalóðinni í Digranesi og síðan var förinni heitið á Víghólinn.  Nemendur unnu þar í hópum og var ýmislegt skemmtilegt í boði.  Þau fengu að upplifa og taka þátt í samgöngum á landnámstíma á hestum, fóru í leiki sem iðkaðir voru á landnámstíma, máluðu tákn frá tíma landnáms og bökuðu brauð yfir grilli.  Sólin lét sjá sig og fengum við góða gesti á svæðið.  Þessi dagur var alveg frábær og allir nutu veðurblíðunnar í þessari skemmtilegu þemavinnu, bæði hestar og menn. Hér eru myndir af landnámshátíðinni okkar.
Posted in Fréttir.