Reykholtsferð 6. bekkja Álfhólsskóla

Í dag fóru nemendur 6. bekkja á heimaslóðir Snorra Sturlusonar í Reykholti.  Séra Geir Waage tók á móti okkur og fræddi okkur um staðinn, sturlungaöldina, hefðir og siði til forna.  Hann sýndi okkur kirkjurnar, Snorralaug, styttuna af Snorra o.fl. Hann hældi nemendum okkar fyrir góða framkomu og hegðun á staðnum svo og hversu þau hlustuðu vel á hans fróðleik.  Dagurinn var hinn ágætasti enda lék veðrið við okkur í Reykholti.  Hér eru nokkrar myndir sem fylgja með og sýna vissulega stemmningu dagsins hjá okkur.  
Posted in Fréttir.