Vorhátíð í Álfhólsskóla

Vorhátíð Álfhólsskóla var haldin 6. júní með promp og prakt.  Mikil gleði og ánægja var með daginn.  Hófst dagskráin með því að vinarbekkirnir hittust og skreyttu sig í ákveðnum lit. Skólahljómsveitin opnaði daginn fyrir okkur með ljúfum tónum. Gengið var síðan í skrúðgöngu kringum skólann með Sigrúnu skólastjóra í fararbroddi undir trumbuslætti nokkurra trommara.  Eftir þessa göngu var bekkjum síðan skipt á stöðvar sem buðu uppá ýmsa vinnu s.s. andlitsmálun, hoppukastala, dans, leiki o.fl.  Að síðustu voru það 10. bekkingar sem grilluðu pylsur ofan í mannskapinn í þessu góða veðri sem við fengum þennan dag.  Hér eru nokkrar myndir af vorhátíðinni okkar.  
Posted in Fréttir.