Álfhólsskóli í 3. sæti í Íslandsmóti barnaskólasveita.

Íslandsmót barnaskólasveita fyrir fjórða til sjöunda bekk fór fram um helgina. Teflt var í Rimaskóla við góðar aðstæður. Fyrirfram mátti búast við öruggum sigri Hörðuvallaskóla sem mættir voru til að verja Íslandsmeistaratitil sinn frá því í fyrra. Eftir fyrri keppnisdag var nokkuð ljóst að liðsmenn skólans voru ekki á neinu öðru en að verja titilinn. Sama miskunnarleysi einkenndi taflmennsku Hörðuvellinga seinni keppnisdaginn og þegar upp var staðið höfðu þeir halað inn 34 vinninga af 36 mögulegum. Sannarlega glæsilegur árangur og sennilega eru það ekki nema sveitir frá Rimaskóla og Æfingaskólanum gamla sem hafa náð betra skori.  Í þriðja sæti varð sveit Álfhólsskóla og það á nokkuð öruggan hátt.
Posted in Fréttir.