Heilsudagar 2016

 Heilsudagar í Álfhólsskóla gengu að venju mjög vel.  9. bekkur fór í Sporthúsið og prófaði bæði cross-fit og boot camp tíma.  Vel var tekið á móti okkur og nemendur stóðu sig mjög vel.  Síðan hlýddu nemendur á fyrirlestur um hefndarklám sem hefur verið mikið í umræðunni.  Á miðvikudaginn var farið í Kópavogslaug og Gym-heilsu.  Þar prófuðu nemendur að fara í spinning og tækjasalinn.  Síðan var hamast í alls konar leikjum úti.  Það er óhætt að segja að nemendur hafa hreyft sig mikið þessa daga og verið alveg til fyrirmyndar.  1.og 4. bekkur fóru upp í Versali í gær, þriðjudaginn 12. apríl. Þar var farið í Gerplu (þar sem við fengum aðeins að kynnast því hvað gert er í fimleikum), fórum í stutta göngu sem endaði rétt hjá Lindarkirkju með frábæru útsýni yfir Kópavoginn (ekki skemmdi FRÁBÆRT veðrið heldur fyrir…) og svo fóru líka allir í sund í Salalaug. Í dag, miðvikudaginn 13. apríl, vorum við hér heima við í Digranesi þar sem farið var á þrjár mismunandi stöðvar innan dyra. Við fórum í skák hjá Lenku, dans og söng í matsalnum undir stjórn Braga tónmenntarkennara og svo kenndi Þórdís Edda okkur smá jóga og slökun. Eftir hádegið var mismunandi hvað bekkirnir gerðu en 4.SGG og 1.G fengu sér smá gönguferð út á Víghól og áttu skemmtilega stund saman bæði í hlaupa í skarðið og frjálsum leik. Frábært var að sjá hvað krakkarnir voru góðir saman. EKKERT vesen og allir skemmtu sér konunglega:) Álfhólsskólaleikarnir fóru fram í íþróttahúsinu og gengu mjög vel.  Tekist var á í ýmsum greinum íþrótta.  Brettabrum, húlla, limbó o.fl.  Allir skemmtu sér vel og tóku þátt.   Hér eru nokkrar myndir af heilsudögunum í Álfhólsskóla. 
Posted in Fréttir.