Frábær árshátíð unglingastigs.

Árshátíð unglingastigs var haldin í gærkvöldi í Álfhólsskóla.  Undirbúningur hennar hefur staðið í langan tíma.  Skreytingar og öll umgjörð einkenndust af miklum metnaði af hálfu félagsmiðstöðvarinnar Pegasus og skreytingarhópsins.  Þema að þessu sinni var Asía og tókst vel til eins og ætíð.  Margir skemmtikraftar komu og fluttu sitt atriði við góðan hljómgrunn viðstaddra. Sem dæmi voru þeir Ari Eldjárn og Friðrik Dór á staðnum. Mjög góður matur var framreiddur með hjálp foreldra árgangsins, Önnu Guðnýjar og Kristínar í eldhúsinu.  Hér eru myndir af skreytingum í salnum og fleirum verður bætt við er þær berast.

Posted in Fréttir.