Stóra upplestrarkeppnin hafin í Álfhólsskóla

Í dag á „Degi íslenskrar tungu“ var upplestrarkeppni 7. bekkja ýtt úr vör.  Markmið upplestrarkeppni í 7. bekk grunnskóla er að vekja athygli og áhuga í skólum á vönduðum upplestri og framburði. Keppnin sjálf er í rauninni aukaatriði og forðast skyldi að einblína á sigur. Mestu skiptir að kennarar nýti þetta tækifæri til að leggja markvissa rækt við einn þátt móðurmálsins með nemendum sínum, vandaðan upplestur og framburð, og fái alla nemendur til að lesa upp, sjálfum sér og öðrum til ánægju. Stefnt skyldi að því að allur upplestur í tengslum við keppnina sé fremur í ætt við hátíð en keppni. Þetta á ekki síst við um lokahátíð keppninnar.  Atli Mar og Alicia lásu uppúr bókum fyrir miðstigið en þau tóku þátt á síðasta ári.   Hér er linkur á vef upplestrarkeppninnar 2015 – 2016. Einnig voru veitt verðlaun fyrir þann bekk sem las flestar blaðsíður í bókum í ákveðinn tíma en hlutskarpastur var 6. SEÓ.  Sá einstaklingur sem vann verðlaun fyrir að hafa lesið flestar blaðsíður af miðstigi var Sólveig í 6. SEÓ. Hér eru myndir af setningunni og verðlaunaafhendingunni. 

Posted in Fréttir.