Gengið gegn einelti 6. nóvember

Föstudaginn 6. nóvember tóku nemendur og starfsfólk Álfhólsskóla höndum saman við Félagsmiðstöðina Pegasus og leikskólana í hverfinu, Efstahjalla, Álfaheiði, Fögrubrekku og Kópahvol og gengu við saman gegn einelti. Göngunni lauk með stuttri sameiginlegri dagskrá í Íþróttahúsinu Digranesi.

Dagskrá:
Kl. 9:15. Vinabekkir Álfhólsskóla hittust og unnu saman að því að teikna andlitsmyndir.
Kl. 9:50. Gangan hófst. Vinabekkir fóru og sóttu nemendur leikskólanna og gengu með þeim að Íþróttahúsinu í Digranesi þar sem var stutt sameiginleg dagskrá sem lauk um 11:00.
Skólastjóri flutti ávarp.
Allir sungu saman vinalag frá Álfhólsskóla og vinalag frá leikskólunum. Söng og dansatriði var frá félagsmiðstöðinni Pegasus. Tókst þessi hátíð með ágætum og vorum við mjög sátt við uppbrot dagsins í þágu vináttu og kærleika.  Hér eru nokkrar myndir af þessum ágæta degi hjá okkur í Álfhólsskóla.  


Posted in Fréttir.