Esjuganga 7.SÓ

Þau voru hress og léttleikandi nemendur í 7. SÓ þegar þau skelltu sér upp að Steini í Esjunni.  Þessi ganga tókst að öllu leyti mjög vel og voru nokkrir foreldrar einnig með í ferð.  Farið var á bílum foreldra og fengum við kennararnir að fljóta með.  Veðrið var hressandi með dropum frá almættinu sem var bara gott.  Rætt var um að halda þessu áfram og allir virkilega nutu ferðarinnar. Hér eru nokkrar myndir til viðbótar.
Posted in Fréttir.