Vorhátíð 4. júní.

Dagskráin byrjar í skólastofunum. Bekkirnir byrja hjá umsjónarkennurum fram að morgunfrímínútum og þeir fylgja sínum bekk. Skrúðganga frá Digranesi hefst kl. 10:00, gengið verður að Hjalla og þaðan yfir í íþróttahús
við undirleik Skólahljómsveitar Kópavogs.
Hefst þá dagskráin í íþróttahúsinu  sem verður sem hér segir:  Sjá auglýsingu.

Skólahljómsveit Kópavogs

• Leynigestur
• Nokkrir hæfileikaríkir nemendur sýna listir sínar
Dagskráin eftir skrúðgöngu – Hjalli / Digranes
Þegar dagskrá lýkur í íþróttahúsinu fara 1. – 4. bekkir út með sínum umsjónakennara.
1. bekkir byrja í hoppukastala austan við Digra.
2. bekkir byrja upp á gervigrasvelli + fótboltavöllum (bolti/leikir)
3. bekkir byrja í hoppukastala bak við Digra (milli skóla og íþróttahúss)
4. bekkir byrja í matsal skólans, Digranes megin (Gleðidans).
Þessir árgangar fara síðan á milli stöðva á ca. 20 mínútna fresti þannig að 4. bekkir fara á
1. bekkjar stöðina osfrv.
5.–9. sitja eftir í stúku íþróttahússins. Þar verður þrautakeppni milli bekkja.
10. bekk verður til aðstoðar á stöðvum yngstastigs og við grillin.
Þegar dagskrá lýkur í íþróttahúsi mega 5.- 9. fara í hoppukastalana áður en þau fara í grill út í Hjalla.
Grillaðar pylsur verða í boði um kl. 12:20 Hjalla og Digranes megin.
Hátíðinni lýkur um kl. 13:10
Posted in Fréttir.