Ferð í Sorpu vegna Grænfánaverkefnisins

Þriðjudaginn 8. apríl fóru 23 krakkar í heimsókn í Endurvinnslustöð Sorpu, einn úr hverjum bekk á yngsta– og miðstigi, einnig tveir úr unglingadeild. Þau eru fulltrúar sinna bekkja og voru að fræðast um flokkun og endurnýtingu, þau segja svo sínum bekkjarfélögum frá ferðinni. Byrjað var í aðalstöðvum Sorpu þar sem tekið var á móti hópnum með klukkutíma fræðslu. Síðan var keyrt í móttökustöðina í Gufunesi og skoðað hvað gert er við sorpið áður en það er sent áfram. Allir voru leystir út með stórum safnpoka sem innihélt alls konar fræðsluefni og margnota innkaupapoka. Mikil ánægja var með ferðina.
Posted in Eldri fréttir.