Nemendur Álfhólsskóla voru þátttakendur í sögustund í tilefni alþjóðlegum degi barnabókarinnar en hann ber upp á fæðingarártíð H. C. Andersens 2. apríl. IBBY á Íslandi bauð grunnskólanemendum upp á sögustund eins og þrjú undanfarin ár. Að þessu sinni var sagan
eftir Þórarinn Eldjárn en hann kallaði söguna „Blöndukútur í Sorpu“. Nemendur áttu góða stund þar sem þeir voru staddir þegar sögunni var útvarpað kl. 9:10 en eins og áður tók Ríkisútvarpið að sér að miðla sögunni. Nemendur voru því ýmist í sinni bekkjarstofu, í list- og verkgreinum eða faggreinastofu. Flestir tóku þátt í sögustundinni en í sérkennslu fengu nemendur meðal annars látbragðsleik með sögunni og mæltist það vel fyrir. Margir klæddust bláu í tilefni dags en 2. apríl var einnig Dagur einhverfunnar. Fín saga sem mæltist vel fyrir hjá öllum. Hér eru nokkrar myndir sem teknar voru á þessum degi.